Sagan af TWiki

Þann 23. júlí 1998 tók Peter nokkur Thoeny sig til og reisti nýjan hugbúnað á grunni JOSWiki forritsins sem hannað var að þeim félögum Markur Peter og Dave Harris. Eins og nafnið ber með sér var þar á ferðinni Wiki lausn sem í dag hefur víða ratað og er vel þekkt undir heitinu TWiki. Þar sem JOSWiki var á sínum tíma gefið út samkvæmt GPL leyfisskilmálunum var Thoeny fullkomlega heimilt að nýta kóðann að vild svo lengi sem hann gerði afrakstur sinnar vinnu aðgengilega öðrum samkvæmt sömu reglum. Í dag, tíu árum seinna, hefur Thoeny byggt verðmætan rekstur á Twiki lausninni og studdur af öflugu, einhuga samfélagi forritara blasti framtíðin við honum björt og fjárhagslega spennandi, þ.e. þangað til hann gekk aðeins of langt.

Twiki er óumdeilt ein virtasta wikilausnin á markaðinum í dag og þarf varla frekari vitnisburði við en öll þau fjölmörgu fyrirtæki sem treysta á hana í daglegum rekstri. Og við erum ekki að tala um einyrkja heldur vel þekkt stórfyrirtæki á við British Telecom, Disney, SAP, Yahoo!, Texas Instruments og Motorola. Það er því ekki að undra að frumkvöðullinn Peter Thoeny hafi ályktað sem svo að núna og einmitt núna væri kjörið tækifæri, hreinlega rökrétt að taka næsta skref. Kannski hefði hann betur stigið aðeins varlegar til jarðar í þeim efnum.

 

Kraumandi óánægja

Ef mark er takandi á skrifum manna sem áttu hlut að máli er ljóst að innan TWiki samfélagsins hefur undir niðri kraumað óánægja með störf og stjórnunarhætti Thoeny. Upp úr sauð svo endanlega þann 27. október s.l. þegar Thoeny boðaði uppá sitt einsdæmi endurvígslu  (e. relaunch) TWiki verkefnisins í gegnum fyrirtæki sitt, TWiki.net. Hér má sjá brot af tilkynningunni sem birtist á TWiki vefnum við það tækifæri.

It became obvious that to take full advantage of the new opportunities surrounding enterprise collaboration a much broader agenda is required for the project. This will attract additional participation in the community, and allow us to improve our competitive position. To address these opportunities also requires a change in governance model to establish clear project direction. The new governance model is based on the Ubuntu project and can be found at TWikiGovernance.

The new governance model also addresses branding and trademark questions. There is a delicate balance between the community needs and what is required to maintain a strong brand. TWiki has a strong brand which can be extended using the Ubuntu model. Ubuntu has clear branding guidelines, whereas under Debian, a brand cannot be protected. New TWikiCommunity friendly guidelines on TWiki trademark use will be worked out and announced by the newly formed TWikiCommunityCouncil.

Samhliða tilkynningunni læsti Toheny aðganginum samfélagi og kóðagrunni TWiki á netinu. Aðgangur að þessum áður opna samskipta og vinnuvef er nú háður samþykki nýrra siðareglna (e. code of conduct) verkefnisins, sem eru að sögn Toheny í anda Ubuntu verkefnisins. Almennir meðlimir TWiki samfélagsins komu ekki að samningu þessara nýju siðareglna og sætta sig margir illa við þær.

 

Hvað vakir fyrir Toheny?

Aðgerðir Toheny eru augljóslega til þess fallnar að  treysta tökin á TWiki og færa stjórnun og markaðsstarf nær því sem þekkist meðal séreignahugbúnaðar. Fyrirtæki hans TWiki.net er einn liður í þeirri áætlun og til þess hefur hann fengið til samstarfs öfluga fjárfesta sem sjá spennandi tækifæri í þessum vinsæla hugbúnaði, en koma um leið með eigin kröfur. Vafalítið hefur Toheny gert sér fulla grein fyrir þeirri áhættu sem hann tók með gjörðum sínum, en engu að síður metið stöðuna þannig rétt væri að láta slag standa. Kannski taldi hann nauðsynlegt að knýja fram uppgjör milli sín sem eiganda vörumerkisins TWiki og áhrifamikilla þróunaraðila innan samfélagsins. Kannski hefur hann ekki trúað því að til uppgjörs kæmi?  Hver veit?

 

Hver er þá framtíð TWiki?

Hver sem ástæða verknaðarins kann að vera þá er augljóst að einræðistilburðir Thoeny ollu þegar í stað gríðarlegu umróti innan TWiki samfélagsins. Gengu sumir svo langt að saka hann um óvinveitta yfirtöku á eigin verkefni. Hvort sem slík orðanotkun er réttlætanleg eða ekki urðu viðbrögð samfélagsins harkaleg. Flestir þeir sem tekið höfðu virkan þátt í þróun TWiki ákváðu að kljúfa sig frá verkefninu (e. fork) og skapa nýjan opinn hugbúnað á grunni TWiki kóðans líkt og Thoeny gerði sjálfur með JOSWiki sínum tíma. Á þessari stundu er erfitt að fjölyrða um umfang flóttans og áhrif hans á framtíð TWiki hugbúnaðarins eða vörumerkisins. Ekki er heldur vitað í hverju viðbrögð Thoeny og fylgismanna munu felast. Áhugasamir geta heimsótt vefinn http://twikifork.org/ (einnig NextWiki.org) sem stofnaður hefur verið utan um klofningsverkefnið á slóðinni fylgst með framvindu mála þar.

Heimildir:

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>