Bretar henda hættulegri námskrá í upplýsingatækni

Menntamálaráðherra Breta, Michael Gove, kynnti í ræðu sinni á BETT 2012 þá fyrirætlan bresku stjórnarinnar að henda núgildandi námskrá í upplýsingatækni sem að hans viti er ekki einungis ávísun á leiðindi í skólastarfinu heldur stór hættulegt plagg.

Gove hóf ræðuna á jákvæðu nótunum og gerði góðan róm að ýmsum landvinningum breskra fyrirtækja í skólastarfi. Tók hann sem dæmi Cricksoft fyrirtækið, framleiðanda Clicker hugbúnaðarins vinsæla og Promethean sem hannar og selur gagnvirkar töflur. Rakti ráðherran svo í stuttu máli byltingarkennd áhrif upplýsingatækninnar á hefðbundnar atvinnugreinar eins og blaðamennsku og læknisfræðina. Sama hvert litið er, fullyrti Gove, hefur upplýsingatæknin haft afgerandi áhrif á nánast allar atvinnugreinar. Með einni undantekningu þó og það er skólastarf.

The fundamental model of school education is still a teacher talking to a group of pupils. It has barely changed over the centuries, even since Plato established the earliest “akademia” in a shady olive grove in ancient Athens.

A Victorian schoolteacher could enter a 21st century classroom and feel completely at home. Whiteboards may have eliminated chalk dust, chairs may have migrated from rows to groups, but a teacher still stands in front of the class, talking, testing and questioning.

Þetta er stórkostlegt vandamál að mati Gove og það verður ekki lengur lifað við skólakerfi sem er illa fært um að undirbúa nemendur fyrir líf og leik í tæknivæddu nútíma samfélagi.

Our school system has not prepared children for this new world. Millions have left school over the past decade without even the basics they need for a decent job. And the current curriculum cannot prepare British students to work at the very forefront of technological change.

Breytinga er þörf og breytingar verða gerðar segir Gove. En hvaða hlutverki hefur tæknin að gegna í skólastarfi. Gove bendir á þrjá þætti:

  • Með aðstoð tækninnar er auðveldara en nokkurntíman áður að miðla vönduðu námsefni til nemenda á aðgengilegan og ódýran hátt.
  • Ef rétt er á haldið getur tæknin verið öflugur hvati fyrir nýja kennsluhætti sem eru betur í takt við nútíma samfélag.
  • Tæknin Námsmat

Við ætlum ekki að skipa ykkur fyrir verkum segir Gove og áherslan verður lögð á mannlega þáttin en ekki tækjabúnaðinn. Það er mikilvægtast að efla kennaramenntunina og gera kennara hæfa til að takast á við hin fjölmörgu tækifæri sem tæknin hefur að bjóða.

It is vital that teachers can feel confident using technological tools and resources for their own and their pupils’ benefit, both within and beyond the classroom, and can adapt to new technologies as they emerge. That means ensuring that teachers receive the best possible ITT and CPD in the use of educational technology.

Sjónum verður einnig beint að námskránni í upplýsingatækni sem kennarar og forystumenn í atvinnugeiranum hafa gagnrýnt jöfnun höndum. Í stað þess að stýra kennslu í upplýsingatækni í gegnum fastmótaða námskrá eins og nú er raunin vill Gove gefa skólum lausari taum til þess að þróa kennslu í upplýsingatækni á þann hátt sem þeir vilja. Nám í upplýsingatækni verður eftir sem áður skylda og námskráin verður til staðar á vefnum sem einskonar handbók eða uppflettirit, en frá ob með næsta september verður skólum ekki skylt að fylgja henni.

In an open-source world, why should we accept that a curriculum is a single, static document? A statement of priorities frozen in time; a blunt instrument landing with a thunk on teachers’ desks and updated only centrally and only infrequently?

Ímyndið ykkur möguleikana, segir Gove, sem felast í því að fjarlæga þá hindrun sem núverandi námskrá er. Í stað þess að hundleiðir kennarar kenna hundleiðum nemendum á verfæri á borð við Microsoft Excel og Word gætum við kennt 11 ára skólabörnum að forrita í Scratch og vinna með hugtök og aðferðir sem þau hefðu annars kynnst í háskóla í fyrsta lagi.

Heimildir:

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>