Webheads in Action boða til ráðstefnu þann 18. – 20. maí nk.

webheads_in_action.gifWebheads in Action er opið og lifandi samfélag kennara hvaðanæva úr heiminum sem koma saman á Netinu og kynna sér nýja tækni og framsæknar hugmyndir í netstuddu námi og kennslu. Dagana 18. – 20. maí nk. stendur Webheads in Action fyrir ráðstefnu á Netinu undir fyrirsögninni „WIAOC 2007: Webheads in Action Online Convergence“. Meðal þátttakenda eru margir af áhrifamestu fræðimönnum samtímans um nám og kennslu á Netinu.


Þátttaka á WIAOC 2007 ráðstefnunni er öllum opinn án endurgjalds. Skráning fer fram með því að stofna innskráningarreikning á vef ráðstefnunnar (í vinstri dálki ofarlega á síðunni) sem einnig er meginvettvangur hennar. Aðalfyrirlesarar eru vel þekktir þeim sem fylgjast með faglegri umræðu um upplýsingatækni í skólastarfi: Stephen Downs, George Siemens,
Etienne Wenger, Robin Good, Barbara Ganley, Leigh Blackall og Teemu
Leinonen
. Tímasetningu fyrirlestra má sjá hér.

Ég hef þegar skráð mig á WIAOC 2007 og ætla eftir megni að taka virkan þátt í því sem þar fer fram. Netráðstefnur eru eins og gefur að skilja nokkuð frábrugðnar hefðbundnum ráðstefnun og auðvitað tekur það alltaf smá tíma að aðlagast þessu nýja formi. Ég er hins vegar sannfærður um að netráðstefnur eigi framtíðina fyrir sér og hvet kennara og aðra sem áhuga hafa á nýjungum í námi og kennslu að skrá sig og taka þátt á WIAOC 2007.

You may also like...

Færðu inn athugasemd

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Þú mátt nota þessi HTML efnisorð og eiginleika: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>